Alcoa Job - 48684737 | CareerArc
  Search for More Jobs
Get alerts for jobs like this Get jobs like this tweeted to you
Company: Alcoa
Location: Reyðarfjörður, Iceland
Career Level: Entry Level
Industries: Manufacturing, Engineering, Aerospace

Description

Mótaðu veröldina þína

Sem starfsmaður Alcoa verður þú mikilvægur hluti af tilgangi fyrirtækisins: að nýta tækifærin til að ná árangri. Í okkar augum er sérhver starfsmaður Alcoa teymismaður, hugmyndaskapari og heimsmótandi.

Almenn umsókn


Við erum ávallt að leita að góðu fólki til að styrkja hópinn. Hér getur þú lagt inn almenna umsókn og við höfum samband ef starf við hæfi losnar.

Álver Alcoa Fjarðaáls er stór og lifandi vinnustaður sem aldrei sefur. Saman sköpum við útflutningsverðmæti á öruggan og ábyrgan hátt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Gildi okkar eru heilindi, árangur, umhyggja og hugrekki. Öryggi og heilbrigði eru ávallt forgangsmál á vinnustaðnum. Við höfum stöðugar umbætur að leiðarljósi og leggjum áherslu á þátttöku allra í umbótavinnu. Við viljum líka hafa gaman í vinnunni og láta gott af okkur leiða í samfélaginu á Austurlandi.

Samkeppnishæf launakjör og aðbúnaður til fyrirmyndar
Fjarðaál greiðir samkeppnishæf laun og aðbúnaður starfsmanna er til fyrirmyndar. Við fáum meðal annars ókeypis akstur til og frá vinnu og frítt fæði í frábæru mötuneyti. Við erum með öflugt mannauðsteymi og höfum okkar eigin heilsugæslu og aðgang að Velferðarþjónustu Heilsuverndar.

Fjölbreytt störf og mikil tækifæri til starfsþróunar
Fastráðnir starfsmenn Fjarðáls eru um 540 og þar að auki starfa um 250 manns á vegum annarra fyrirtækja í álverinu. Störfin hjá Fjarðaáli eru afar fjölbreytt og tækifæri til þjálfunar, menntunar og starfsþróunar eru mikil. Móðurfélagið Alcoa Corporation er leiðandi í áliðnaði á heimsvísu og þar eru líka tækifæri til starfsþróunar.

Framleiðslustarfsmenn eru kjarninn
Framleiðslustarfsmenn eru kjarninn í verðmætasköpun Fjarðaáls. Nærri tveir af hverjum þremur starfsmönnum Fjarðaáls sinna framleiðslu í kerskála, skautsmiðju og steypuskála. Framleiðslustörfin eru að jafnaði unnin á þrískiptum átta tíma vöktum þar sem vinnuskylda er 150 klukkustundir á mánuði.

Iðnaðarmenn tryggja áreiðanleika
Iðnaðarmenn eru um 13% starfsmanna Fjarðaáls. Álverið á Reyðarfirði er meðal þeirra fullkomnustu í heiminum og mikið er um sjálfvirkan hátænibúnað. Áhersla er lögð á að tryggja áreiðanleika með fyrirbyggjandi viðhaldi sem tekur mið af raunverulegu ástandi búnaðarins. Fjögur svæðisbundin teymi iðnaðarmanna sinna skipulögðu viðhaldi í dagvinnu, sérhæft greiningarteymi fylgist með ástandi búnaðar og miðlæg viðhaldsvakt bregst við bilunum allan sólarhringinn.

Sérfræðingar og stjórnendur
Sérfræðingar og stjórnendur eru um 21% starfsmanna Fjarðaáls. Álverið er mjög spennandi vettvangur fyrir sérfræðinga með margs konar menntun, reynslu og hæfni. Stjórnendur hjá Fjarðaáli fá öflugan stuðning og þjálfun til þess að geta sinnt forystuhlutverki sínu.

Teymisvinna ólíkra einstaklinga
Teymi eru grunneiningar í skipulagi og stjórnun Fjarðaáls. Við trúum því að samhent teymi ólíkra einstaklinga skili bestum árangri. Við erum alls konar fólk með mismunandi bakgrunn og reynslu. Konur eru um 25% starfsmanna Fjarðaáls og markmiðið er að kynjahlutföll í öllum teymum verði sem jöfnust. Um 28% starfsmanna eru innan við þrítugt, 49% á aldrinum 30 til 49 ára og 23% eru 50 ára eða eldri.

Getur verið að Fjarðaál sé vinnustaður fyrir þig?

General application


Alcoa Fjarðaál is always looking for good people to reinforce the team. You can submit a general application here and we will contact you if a suitable role becomes available.

Alcoa Fjarðaál's smelter in the scenic Reyðarfjörður fjord, East Iceland, is a large and dynamic workplace that never sleeps. Together we create export value by using safe and responsible methods, 24/7. Our values are: Act with integrity, operate with excellence, care for people and lead with courage. Safety and health are always a priority in the workplace. Continuous improvement is our guiding principle and we emphasize everyone's participation in improvement projects. We also want to have fun at work and make a difference in the community in East Iceland.

Competitive wages and exemplary facilities
Fjarðaál pays a competitive salary and our employees' conditions are exemplary. The benefits include free transportation to and from work and meals free of charge in our appealing canteen. We have a strong human resources team and our own health care facility and access to the Health Welfare Services (Velferðarþjónusta Heilsuverndar).

A variety of jobs and great opportunities for career development
The Alcoa Fjarðaál team consists of around 540 permanent employees. Moreover, approximately 250 people work at the smelter site on behalf of various contractors. The jobs at Fjarðaál are extremely diverse and there are many opportunities for training, education and career development. The parent company, Alcoa Corporation - a global leader in the aluminum industry - offers various opportunities for career development.

Production operators are the core
Alcoa Fjarðaál views production operators as the core of the company's value creation. Almost two out of three employees at Fjarðaál are involved in production in the potroom, rodding shop or the casthouse. The production jobs are generally performed in three eight-hour shifts, with the work quota of 150 hours per month.

Skilled workers ensure reliability
About 13% of Fjarðaál's employees are skilled workers (craftsmen). The smelter in Reyðarfjörður is among the most technologically advanced smelters in the world, and there is a lot of automated high-tech equipment.  Emphasis is placed on ensuring reliability through preventive maintenance that takes into account the actual condition of the equipment. Four area-based teams of craftsmen perform scheduled maintenance during the day, a specialized diagnostic team monitors the condition of equipment, and a central maintenance shift responds to breakdowns 24/7.

Experts and leaders
Experts and leaders make up about 21% of Fjarðaál's employees. The smelter is a very compelling platform for experts with a wide range of education, experience and skills. Leaders at Fjarðaál receive strong support and training in order to fulfill their leadership role.

Teams of diverse people
Teams are the basic units in the organization and management of Alcoa Fjarðaál. We believe that a united team of diverse individuals produces the best results. We are diverse people with various backgrounds and experiences. Women make up about 25% of Fjarðaál's employees, and the goal is for the gender ratio in all teams to be as equal as possible. About 28% of employees are under the age of 30, 49% between the ages of 30 and 49 and 23% are 50 or older.

Is Alcoa Fjarðaál may be the ideal workplace for you?

Um starfsstöðina

Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði er eitt nútímalegasta og tæknivæddasta álver í heimi, og það er til fyrirmyndar hvað varðar umhverfisvernd og jafnrétti kynjanna.  Álverið er það stærsta á Íslandi með framleiðslugetu allt að 360.000 tonn af áli á ári.   Við störfum í vinnuumhverfi sem einkennist af virðingu fyrir einstaklingnum, er án aðgreiningar og er opið fyrir breytingum og nýjum hugmyndum, og allir hafa jöfn tækifæri til að ná árangri í starfi. Sem starfsmaður Alcoa Alcoan hefur þú vald til að móta starfið, teymið og umheiminn, til að gera þau betri.  Slástu í hópinn og mótaðu starfsferil þinn með okkur!

Við erum gildisdrifin, knúin framtíðarsýn og sameinuð af tilgangi okkar að að nýta tækifærin til að ná árangri. Skuldbindingar okkar varðandi þátttöku, fjölbreytni og jöfnuð fela í sér að bjóða upp á trausta vinnustaði þar sem öryggi og virðing eru í heiðri höfð og allir einstaklingar eru án aðgreiningar, lausir við mismunun, einelti og áreitni og að vinnustaðir okkar endurspegli fjölbreytileika samfélaganna sem við störfum í.

Þetta er staður þar sem þú hefur vald til að gera þitt besta, vera þú sjálf/ur sjálf og upplifa sanna tilfinningu fyrir því að tilheyra. Slástu í hópinn og mótaðu starfsferil þinn með okkur!

Vinnan þín. Veröldin þín. Mótaðu þau til betri vegar.


 Apply on company website