
Description
Mótaðu veröldina þína
Sem starfsmaður Alcoa verður þú mikilvægur hluti af tilgangi fyrirtækisins: að nýta tækifærin til að ná árangri. Í okkar augum er sérhver starfsmaður Alcoa teymismaður, hugmyndaskapari og heimsmótandi.
Markmið og tilgangur starfs
Leita leiða til að ná bestun í framleiðslu og lágmarka sóun í framleiðsluferlinu.
Verksvið eða meginverkefni starfsins
· Sinna eftirliti með ástandi búnaðar
· Hafa umsjón með framkvæmd verkferla og tryggja að gæði framleiðslu sé haft að leiðarljósi við umbætur
· Leita að umbótum, styðja þær og reka á framleiðslusvæðinu
· Leiðbeina og hvetja teymi til að ná framleiðslumarkmiðum
· Tileinka sér stjórnunaraðferðir og þróa tæknilega kunnáttu og færni
· Vinna að því að starfsemi sé hagkvæm og skilvirk
· Afla sér upplýsinga og sérhæfingu á framleiðslusvæðinu
· Hvetja fólk og veita endurgjöf
· Að vinna með næsta yfirmann teymisins að endurbótum og undir handleiðslu hans
· Umsjón með helstu mælikvörðum teymisins
· Umsjón með tækniþjálfun framleiðslustarfsmanna
· Hafa umsjón með og stýra ýmsum tilfallandi verkefnum
· Tæknilegur stuðningur við daglega framleiðslu og stuðla að framleiðni
Ábyrgð í starfi
· Virða og framfylgja gildum og stefnu Alcoa
· Að unnið sé skv. samþykktum ferlum og verklagsreglum
· Framfylgja gæða- og umhverfisstöðlum
· Framfylgja lögum, reglum og stöðlum
· Tæknilegar upplýsingar séu hagnýttar á faglegan hátt
· Koma á framfæri upplýsingum til næsta yfirmann teymisins um rekstur og ástand búnaðar
· Tæknileg þjálfun framleiðslustarfsmanna
Frekari upplýsingar veitir Kolfinna Finnsdóttir í tölvupósti kolfinna.finnsdottir@alcoa.com.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Alcoa Fjarðaáls og lög nr. 150/2020 eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um.
Hægt er að sækja um starfið á www.Alcoa.is.
Umsóknarfrestur er til 20. Ágúst 2025.
Um starfsstöðina
Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði er eitt nútímalegasta og tæknivæddasta álver í heimi, og það er til fyrirmyndar hvað varðar umhverfisvernd. Álver Fjarðaáls er það stærsta á Íslandi með framleiðslugetu allt að 360.000 tonn af áli á ári. Starfsmenn okkar vinna saman að því að skapa heilbrigða vinnustaðamenningu og fjölskylduvænt vinnuumhverfi með áherslu á náið samstarf við nærsamfélagið og hagsmunaaðila.
Við erum gildisdrifin, knúin framtíðarsýn og sameinuð af tilgangi okkar að að nýta tækifærin til að ná árangri. Skuldbindingar okkar varðandi þátttöku, fjölbreytni og jöfnuð fela í sér að bjóða upp á trausta vinnustaði þar sem öryggi og virðing eru í heiðri höfð og allir einstaklingar eru án aðgreiningar, lausir við mismunun, einelti og áreitni og að vinnustaðir okkar endurspegli fjölbreytileika samfélaganna sem við störfum í.
Þetta er staður þar sem þú hefur vald til að gera þitt besta, vera þú sjálf/ur sjálf og upplifa sanna tilfinningu fyrir því að tilheyra. Slástu í hópinn og mótaðu starfsferil þinn með okkur!
Vinnan þín. Veröldin þín. Mótaðu þau til betri vegar.
Apply on company website